150. löggjafarþing — 130. fundur,  30. júní 2020.

almannatryggingar.

135. mál
[02:04]
Horfa

Guðmundur Ingi Kristinsson (Flf) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegur forseti. Vilji löggjafans var skýr fyrir rúmum 20 árum um það hvernig við ættum að uppreikna kjör eldri borgara og öryrkja. Við áttum að fara eftir launaþróun ef hún var hagkvæmari, ef ekki áttum við að fara eftir vísitölu neysluverðs. En þetta höfum við ekki gert í 23 ár. Afleiðingarnar eru að stór hluti öryrkja og ákveðinn hluti eldri borgara lifir í fátækt og sumir í sárafátækt. Breytum þessu.