154. löggjafarþing — 130. fundur,  22. júní 2024.

fjáraukalög 2024.

1078. mál
[11:41]
Horfa

Inga Sæland (Flf) (um atkvæðagreiðslu):

Frú forseti. Það sem ég hef um þetta mál að segja er sú sorglega staðreynd að fjármögnunin á þessum kjarapakka felst í því að fresta greiðslum til öryrkja, fresta því að hækka lágmarksframfærslu öryrkja til 1. september 2025 (Gripið fram í.) eins og kemur berlega fram, fyrir þá sem kunna að lesa í þessum sal, á bls. 54 og bls. 65 í fjármálaáætlun. Þannig að ég hvet alla þingmenn sem fórna höndum að lesa sér til gagns. Það væri ánægjulegt. En þessi kjarapakki er sem sagt fjármagnaður af fátækasta fólkinu á Íslandi, öryrkjum. (Gripið fram í.)