136. löggjafarþing — 131. fundur,  14. apr. 2009.

framhald þingfundar og borgarafundur.

[15:14]
Horfa

Forseti (Einar Már Sigurðarson):

Vegna orða hv. þingmanns treystir forseti því að hægt verði að sinna hvoru tveggja, þ.e. að matarhléið verði um leið og hlé er á fundum. Forseti tekur að sjálfsögðu ekki ákvörðun um hvenær viðskiptanefnd fundar nákvæmlega, það er formaður viðskiptanefndar sem tekur ákvörðun um slíkt. Enn á ný spyr forseti hvort óskað sé eftir atkvæðagreiðslu um þá tillögu sem forseti kynnti áðan. Ef svo er ekki skoðast hún samþykkt.