136. löggjafarþing — 131. fundur,  14. apr. 2009.

breyting á ýmsum lögum er varða fjármálamarkaðinn.

359. mál
[18:49]
Horfa

Frsm. viðskn. (Álfheiður Ingadóttir) (Vg) (andsvar):

Herra forseti. Ég vil taka undir þau orð hv. þm. Jóns Magnússonar að það var mjög góð samstaða við vinnslu þessa máls í hv. viðskiptanefnd og allir nefndarmenn sammála. Ég ítreka að samanburður við þær heimildir sem settar voru í tengslum við lög um embætti sérstaks saksóknara eru sérstakar að því leyti að þetta eru eins konar bráðabirgðalög, þ.e. eftir 1. janúar 2011 getur dómsmálaráðherra lagt til að embætti hins sérstaka saksóknara verði lagt niður. Þá mun hann flytja frumvarp á Alþingi þess efnis og verði slíkt frumvarp að lögum falla niður framangreind ákvæði sem heimila ríkissaksóknara að falla frá saksókn að fenginni tillögu frá hinum sérstaka saksóknara. Þar með yrði þessi sérstaka undanþága sem á sér ekki fyrirmynd í norrænum rétti ekki lengur til staðar í íslenskri löggjöf og þess vegna er fráleitt að nota þetta sem fordæmi og til ítrekunar á því að setja eigi slík ákvæði víða í löggjöfinni.