136. löggjafarþing — 131. fundur,  14. apr. 2009.

stjórnarskipunarlög.

385. mál
[23:51]
Horfa

Birgir Ármannsson (S) (um fundarstjórn):

Herra forseti. Í ljósi þess að hæstv. forseti hefur litlu svarað um það hvernig hann hyggst halda málum áfram þá óska ég eftir því að forseti skýri það nánar. Ég vek líka athygli hæstv. forseta á því að þrátt fyrir að hér séu nokkrir þingmenn úr Sjálfstæðisflokknum sem hafa áhuga á að taka þátt í þessari umræðu þá eru hér hvergi sjáanlegir fulltrúar tveggja flokka sem mikla áherslu hafa lagt á þetta mál, bæði Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs og Framsóknarflokksins. Ég vil spyrja hæstv. forseta hvort það geti verið að þingmönnum þessara flokka sé kannski ekki kunnugt um að umræða sé að hefjast núna um stjórnarskipunarlögin, hvort það sé raunverulega ætlan hæstv. forseta að hefja umræðu um þetta mál að nýju um miðnætti án þess að heilu þingflokkunum sé gert viðvart um að slík umræða eigi að hefjast.