136. löggjafarþing — 131. fundur,  15. apr. 2009.

stjórnarskipunarlög.

385. mál
[02:06]
Horfa

Lúðvík Bergvinsson (Sf) (um fundarstjórn):

Virðulegi forseti. Sú umræða sem hér hefur farið fram í kvöld og þær viðræður sem við höfum átt hafa gert það að verkum að ég met það þannig að á þessum tímapunkti sé rétt að leggja það til við forseta að þessari umræðu verði frestað, málinu vísað til nefndar þar sem reynt verði til þrautar að kanna möguleikana á því að hægt sé að ljúka þessu stjórnarskrármáli í sátt. Ég held að það væri mikill bragur að því fyrir þingið að geta lokið því þannig að allir séu sæmilega sáttir um þá niðurstöðu sem hugsanlega gæti orðið. Til þess að hægt sé að ná sátt tel ég að málið þurfi að koma til nefndar. Því ætla ég að leyfa mér, virðulegi forseti, að leggja það til að umræðu um þetta mál verði frestað og því vísað til sérnefndar um stjórnarskrármál.