139. löggjafarþing — 131. fundur,  20. maí 2011.

almannatryggingar.

797. mál
[14:06]
Horfa

Pétur H. Blöndal (S) (um atkvæðagreiðslu):

Herra forseti. Þar sem hv. þm. Oddný Harðardóttir, formaður fjárlaganefndar, situr í salnum vil ég beina því til hennar að hún og fjárlaganefnd taki þau útgjöld sem hér er um að ræða og setji í fjáraukalög til þingsins sem hægt er að samþykkja fyrir 1. júní. Það er tæknilega mögulegt. Hún gæti líka tekið inn aðrar afleiðingar af þessum kjarasamningum sem eru mjög jákvæðir fyrir ríkissjóð.

Frumvarpið sem við ræðum hér snýst um að afleiðingar af kjarasamningnum komi inn í almannatryggingar. Ég er mjög hlynntur því, ég styð það eindregið. Ég skora á hv. þingmenn Sjálfstæðisflokksins að segja já við þessu sem og alla aðra þingmenn.