145. löggjafarþing — 131. fundur,  8. júní 2016.

kjaramál Félags íslenskra flugumferðarstjóra.

815. mál
[21:23]
Horfa

Svandís Svavarsdóttir (Vg):

Virðulegi forseti. Þessi löggjöf er því miður fyrst og fremst til marks um ráðleysi núverandi ríkisstjórnarflokka en ekki lausn á neinum vanda. Hér verður þetta vandamál ekki leyst frekar en önnur á vinnumarkaði vegna þess að löggjöf af þessu tagi endurspeglar algjört skilningsleysi á þeirri stöðu sem upp er komin. Þessi löggjöf undirstrikar líka og minnir okkur á það hversu brýnt sé að ganga til kosninga sem allra fyrst til að íslenskur vinnumarkaður og almenningur í landinu fái að taka afstöðu til þess hvernig stjórnvöld eru vænlegust til að stilla saman strengi í samfélaginu.