154. löggjafarþing — 131. fundur,  22. júní 2024.

húsaleigulög.

754. mál
[23:05]
Horfa

Steinunn Þóra Árnadóttir (Vg) (um atkvæðagreiðslu):

Frú forseti. Ég get ekki verið sammála síðasta hv. ræðumanni því að í þessu frumvarpi er verið að leggja til mikilvægar réttarbætur sem bæta stöðu leigjenda og það er mikilvægt. Og það er mikilvægt að standa með því að gera slíkar breytingar og það ætlum við í Vinstrihreyfingunni – grænu framboði að gera og styðjum þær breytingartillögur sem voru lagðar fram og vonum að þetta frumvarp verði að lögum sem allra fyrst vegna þess að þannig bætum við réttarstöðu leigjenda. (Gripið fram í: Heyr, heyr.)