136. löggjafarþing — 132. fundur,  16. apr. 2009.

hlutafélög og einkahlutafélög.

356. mál
[01:00]
Horfa

Frsm. 2. minni hluta viðskn. (Birgir Ármannsson) (S) (um fundarstjórn):

Herra forseti. Hv. þm. Lúðvíki Bergvinssyni gengur illa að skilja af hverju áherslur okkar sjálfstæðismanna breytast í þessum efnum. Það gerist auðvitað eftir að fram eru komnar nánari upplýsingar um áform forseta um framhald þingstarfa. Við hefðum vissulega kosið að þingstörfum í kvöld yrði lokið miklu fyrr og lögðum þar af leiðandi til að mál sem væru á dagskrá væru geymd, öll. En þegar fyrir liggur að forseti ætlar að keyra áfram langt fram á nótt er eðlilegt að við biðjum hæstv. forseta um að fara í ákveðna forgangsröðun að þessu leyti.

Ég vildi geta þess, hæstv. forseti, að frá 23. mars sl. hafa verið í þinginu tveir kvöldfundir, átta næturfundir, einn fundur á laugardegi og á þessum þremur vikum hafa venjulegir þingdagar aðeins verið tveir, aðeins tveir dagar þar sem þingfundi hefur lokið á skikkanlegum tíma. Það er enginn bragur á þessu.