138. löggjafarþing — 132. fundur,  7. júní 2010.

heimild til samninga um gagnaver í Reykjanesbæ.

320. mál
[15:23]
Horfa

Oddný G. Harðardóttir (Sf):

Virðulegi forseti. Með samþykkt þessa frumvarps er ein mikilvæg forsenda fyrir starfsemi gagnavers á Suðurnesjum að líta dagsins ljós. Við skoðun á þjóðhagslegri arðsemi verkefnisins er gert ráð fyrir að til viðbótar þeim 200 nýju störfum sem fylgja uppbyggingu og störfum í gagnaverinu sjálfu bætist um 330 afleidd störf. Fyrir Suðurnesjamenn skiptir þetta mjög miklu máli. Ég segi já.