138. löggjafarþing — 132. fundur,  7. júní 2010.

heimild til samninga um gagnaver í Reykjanesbæ.

320. mál
[15:25]
Horfa

Ragnheiður E. Árnadóttir (S):

Virðulegi forseti. Við höfum staðið hér og barið á ríkisstjórninni fyrir að standa sig ekki í atvinnumálum. Við erum nýkomin úr sveitarstjórnarkosningum þar sem kosningarnar í Reykjanesbæ snerust fyrst og síðast um atvinnumál, fólk á Suðurnesjum vill fá atvinnu. Atvinnuleysi er eitt mesta böl sem nokkur þjóð getur gengið í gegnum vegna þess að það dregur þrótt, frumkvæði og kraft og alla sjálfsbjargarviðleitni úr fólki. Þetta verkefni skapar dýrmæt störf þar sem þeirra er mikil þörf. Ég segi já.