149. löggjafarþing — 132. fundur,  2. sept. 2019.

raforkulög og Orkustofnun.

782. mál
[11:31]
Horfa

Ólafur Ísleifsson (M) (um atkvæðagreiðslu):

Herra forseti. Ég kem upp til að gera grein fyrir afstöðu Miðflokksins til þessa frumvarps. Markmið þess er að gera Orkustofnun þannig úr garði að hún geti sinnt nauðsynlegu hlutverki tengdu framsali ákvörðunarvalds í orkumálum til erlendra stofnana undir þeim formerkjum að auka eigi sjálfstæði stofnunarinnar. Hugtakinu sjálfstæði er í því máli snúið á hvolf til að breiða yfir að í því efni er stofnunin tekin undan valdi lýðræðislega kjörinna fulltrúa hér á landi. Þá er stofnuninni, sem lýtur engu innlendu lýðræðislegu aðhaldi, falið vald til að leggja verulega háar sektir á innlend fyrirtæki á sviði orkumála.

Miðflokkurinn hafnar þessu frumvarpi.