149. löggjafarþing — 132. fundur,  2. sept. 2019.

raforkulög og Orkustofnun.

782. mál
[11:43]
Horfa

Helgi Hrafn Gunnarsson (P):

Virðulegur forseti. Hér erum við að greiða atkvæði um 3. gr. frumvarpsins sem fjallar um sjálfstæði Orkustofnunar. Ég vildi bara segja það í ljósi orðaskiptanna áðan að ég myndi styðja þessa grein alveg óháð því hvað Evrópusambandinu fyndist um það. Mér finnst þetta góð grein. Mér finnst þetta góð hugmynd og mér finnst að við ættum að styðja þetta, algjörlega burt séð frá EES-samstarfinu.