149. löggjafarþing — 132. fundur,  2. sept. 2019.

breyting á þingsályktun nr. 26/148, um stefnu stjórnvalda um uppbyggingu flutningskerfis raforku.

791. mál
[12:05]
Horfa

forsætisráðherra (Katrín Jakobsdóttir) (Vg) (um atkvæðagreiðslu):

Herra forseti. Það er ekki miklu að bæta við skýringar hæstv. ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra um gildi þeirrar tillögu sem hér liggur fyrir. Ég hlýt þó að rifja það upp að sú greinargerð sem hv. þm. Gunnar Bragi Sveinsson vísaði til var einmitt nýtt til þess að leggja ekki fyrir Alþingi á sínum tíma tillögu um afturköllun Evrópusambandsumsóknar. (Gripið fram í: Nákvæmlega.) Þá var ákveðið að þingsályktunartillögur hefðu ekki meira gildi en svo að ekki þyrfti að fara fyrir Alþingi með afturköllunina, sem síðan hefur valdið töluverðri óvissu um það hvað gerðist í raun og veru þegar okkur var sagt að sú umsókn hefði verið dregin til baka.