136. löggjafarþing — 132. fundur,  15. apr. 2009.

listamannalaun.

406. mál
[15:19]
Horfa

Frsm. 1. minni hluta menntmn. (Einar Már Sigurðarson) (Sf):

Frú forseti. Ég mæli fyrir breytingartillögu við frumvarp til laga um listamannalaun. Hér er ekki um neina efnislega breytingu að ræða heldur lagfæringu á bráðabirgðaákvæði I, en það skorti á samræmi milli talna um fjölda mánaðarlauna á árunum 2010–2011. Með þessari tillögu er því eingöngu verið að tryggja samræmi þannig að lögin í heild sinni séu í samræmi innbyrðis. Ekki er því um efnisbreytingu að ræða heldur í raun og veru bara lagfæringu á tölum sem virðast hafa brenglast í vinnslu, þ.e. frá frumtillögum og þar til endanlega var gengið frá hlutum og skiptingu milli ára.

Frú forseti. Hér er um einfalda tæknilega breytingu að ræða.