136. löggjafarþing — 132. fundur,  16. apr. 2009.

hlutafélög og einkahlutafélög.

356. mál
[01:04]
Horfa

Dögg Pálsdóttir (S) (um fundarstjórn):

Virðulegi forseti. Leikskólatilfinningin minnkar ekki neitt og nú hljótum við að fylgjast spennt með því hvort hv. þm. Lúðvík Bergvinsson kann að telja upp í 1.000 þannig að við höldum bara áfram með athugasemdir um fundarstjórn forseta.

Ég ætla að ítreka það sem ég sagði í fyrri athugasemd minni um fundarstjórn forseta að sjúkraskrárfrumvarpið er heildarfrumvarp, þetta er fyrsta frumvarp sinnar tegundar. Ég ætla að halda því fram að þetta sé tímamótafrumvarp og mér finnst synd ef hér á enginn úr (Forseti hringir.) stjórnarliðinu að vera við umræðuna og ekki einu sinni hæstv. heilbrigðisráðherra sem þarf að svara mjög mikilvægum spurningum. Ég árétta það sem ég sagði áðan, í fyrri athugasemd minni, hvort ekki megi ná samkomulagi um það að við bíðum með sjúkraskrárfrumvarpið til morguns og þá geti verið hér fleiri þingmenn, ekki bara stjórnarandstöðuþingmenn sem kunna þetta upp á 10, og við förum yfir í veitingu ríkisborgararéttar og förum svo heim að leggja okkur.