136. löggjafarþing — 134. fundur,  17. apr. 2009.

frestun á fundum Alþingis.

473. mál
[11:29]
Horfa

Bjarni Benediktsson (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Það er skiljanlegt að hæstv. fjármálaráðherra líði illa undir þessari umræðu vegna þess að ástandið hefur sannarlega versnað í tíð þessarar minnihlutastjórnar. Það er meginatriði málsins. Við höfum ekki breytt um skoðun á því að það hefði þurft að grípa til brýnni aðgerða og skapa hér ró á pólitíska sviðinu. Það hefði t.d. verið til þess fallið að smyrja betur og liðka fyrir samstarfinu við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn, það hafa komið fram vísbendingar um að pólitískur óróleiki og óstöðugleiki hafi orðið til þess að tefja það ferli. Við skulum vera þess minnug líka að hæstv. þáverandi forsætisráðherra, Geir H. Haarde, lagði til að hér yrði skipuð þjóðstjórn. Það var tillaga hans. Það var ekki gengið að því (Gripið fram í.) heldur ákveðið að leggja [Háreysti í þingsal.] í þessa vegferð. (Gripið fram í.) Það voru mistök. (Gripið fram í.) Ekki er með nokkrum rökum hægt að halda því fram þegar atvinnuleysið hefur aukist, gjaldþrotum fjölgað, fleiri bankar farið á hausinn frá því að þessi ríkisstjórn tók við — (Forseti hringir.)

(Forseti (GuðbH): Gefa hljóð.)

— að hún hafi verið að vinna verk sem hafa skipt þjóðina máli. (Gripið fram í.)