136. löggjafarþing — 134. fundur,  17. apr. 2009.

frestun á fundum Alþingis.

473. mál
[11:37]
Horfa

Bjarni Benediktsson (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Það er hálfspaugilegt að hlýða á það að einungis málin sem Samfylkingin samdi í tíð fyrri ríkisstjórnar hafi skipt máli fyrir nýju ríkisstjórnina að koma á framfæri. Auðvitað höfum við dæmi um annað. (Gripið fram í: Árni Matt. …) Við skulum reyna að hífa umræðuna aðeins upp á hærra plan. (Gripið fram í.) Meginatriðið er það og það verður ekki umflúið þegar talað er um að hér séu sagðir hlutir sem séu Sjálfstæðisflokknum til skammar að það er auðvitað til skammar að því sé haldið fram að atvinnuleysið sé heldur á niðurleið þegar atvinnulausum hefur fjölgað um 6.000 manns frá því að ríkisstjórnin tók við. Sú umræða er til skammar. (Gripið fram í: … frá ykkur. 6.000 …) (Gripið fram í: Hvers konar málflutningur er þetta?) Þetta eru staðreyndir málsins, þetta eru mín skilaboð á þessum tímapunkti. (Gripið fram í.) [Háreysti í þingsal.] Okkar niðurstaða var að … (Forseti hringir.)

(Forseti (GuðbH): Forseti vill beina því til fólks að gefa ræðumanni tækifæri til að flytja ræðu sína.)

… það væri skynsamlegt að nýta tímann til að grípa til brýnna aðgerða í þágu atvinnulífs og heimila. Það hefur því miður ekki verið gert. Auðvitað hafa ýmis mál verið afgreidd hér og meira að segja í góðri sátt á þinginu. Flest eru þau mál þannig vaxin að þau voru fullkláruð og tilbúin [Háreysti í þingsal.] í tíð fyrri ríkisstjórnar.