136. löggjafarþing — 134. fundur,  17. apr. 2009.

frestun á fundum Alþingis.

473. mál
[11:51]
Horfa

Lúðvík Bergvinsson (Sf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég ætla í ljósi ummæla hv. þingmanns a.m.k. að reyna að bera blak af Sjálfstæðisflokknum. Ég ætla að taka undir með hv. þingmanni, fjármálahrunið í heiminum er ekki Sjálfstæðisflokknum að kenna. (Gripið fram í: Ertu viss?) Já, ég ætla að setja fram þá fullyrðingu að efnahagshrunið í veröldinni sé ekki Sjálfstæðisflokknum að kenna. (Gripið fram í.) Nei, ég held að það sé ekki Sjálfstæðisflokknum að kenna, (Gripið fram í: En Samfylkingunni?) en ég ætla hins vegar að segja að engin þjóð í veröldinni, a.m.k. engin á Vesturlöndum, hefur farið jafnilla út úr efnahagshruninu í heiminum og það er Sjálfstæðisflokknum að kenna. (Gripið fram í: Hefur það ekki haft með bankamálin að gera?)