136. löggjafarþing — 134. fundur,  17. apr. 2009.

stjórnarskipunarlög.

385. mál
[14:19]
Horfa

Árni Páll Árnason (Sf) (andsvar):

Ég þakka föðurlegar ráðleggingar frá Snæfellingum.

Virðulegi forseti. Það er nokkurt misminni hjá hv. þingmanni að ákvæðið um sameign þjóðarinnar á fiskimiðunum í lögum um stjórn fiskveiða sé komið þar inn fyrir tilverknað Sjálfstæðisflokksins. Það ákvæði kom inn við breytingar á lögunum árið 1990 að frumkvæði Alþýðuflokksins og það var Jón Sigurðsson, þáverandi viðskiptaráðherra, sem samdi það ákvæði. Það ákvæði var sem sagt sett inn af ríkisstjórn sem Sjálfstæðisflokkurinn átti ekki einu sinni aðild að. Því ákvæði var ætlað að sporna gegn þeirri einkavæðingu auðlindanna sem Sjálfstæðisflokkurinn var þá þegar byrjaður á.

Núna stendur Sjálfstæðisflokkurinn enn og aftur dyggan vörð um þau grundvallarsjónarmið að reyna að koma auðlindinni í hendur vildarvina og félaga og gegn (Forseti hringir.) þjóðareign á auðlindum.