144. löggjafarþing — 134. fundur,  22. júní 2015.

auðlindaákvæði í stjórnarskrána.

[16:17]
Horfa

forsætisráðherra (Sigmundur Davíð Gunnlaugsson) (F):

Virðulegur forseti. Ég þakka ágæta spurningu um mikilvægt málefni. Það er rétt að eitt af því sem nefnd um endurskoðun stjórnarskrárinnar er að skoða sérstaklega og umfram annað til að byrja með, svona forgangsverkefni, er hið svokallaða auðlindaákvæði. Við höfum verið mjög afdráttarlaus með það í þessari ríkisstjórn og í mínum flokki ekki hvað síst að við viljum sjá slíkt ákvæði í stjórnarskránni og höfum hvatt þá sem eru að vinna þessa vinnu, hvort sem það eru fulltrúar meiri hlutans eða aðrir, til þess að haga vinnu sinni þannig að þetta mál sé sett í forgang. Raunar hefur aukið beint lýðræði líka verið nefnt sérstaklega sem forgangsatriði.

Ég get svarað spurningu hv. þingmanns afdráttarlaust. Ég tel mjög mikilvægt að slíkt ákvæði fari í stjórnarskrána.