145. löggjafarþing — 135. fundur,  18. ág. 2016.

vextir og verðtrygging.

817. mál
[16:11]
Horfa

Valgerður Bjarnadóttir (Sf) (andsvar):

Forseti. Ég vil taka undir með hæstv. ráðherra að ég held að það sé mjög gott að beina því til lánafyrirtækja að þau útskýri vel fyrir fólki hvernig 40 ára lánin virka. Ég vil hins vegar spyrja ráðherrann hvort hann geti ekki verið mér sammála um það að ástæðan fyrir því að þau eru svo vinsæl eða mikið notuð hér á landi sé einmitt sú að það eru einu lánin sem flest fólk ræður við. Það er vegna greiðslubyrðarinnar af þeim — þó að fólk byrji ekki að eignast hlut í íbúðinni fyrr en kannski eftir 15 eða 20 ár þá er þetta það eina sem fólk ræður við. Er ráðherra ekki sammála mér um það? Og að leiguverð hér á landi er svo hátt að greiðslubyrði meira að segja af þeim lánum er kannski minni en leiguverðið er. Er þá ekki eðlilegt að fólk taki þau lán?