150. löggjafarþing — 137. fundur,  3. sept. 2020.

afbrigði.

[16:22]
Horfa

Halldóra Mogensen (P):

Forseti. Ég tek undir gagnrýni kollega minna. Ég veit ekki til að talað hafi verið við þingflokksformenn eða formenn eða samið á nokkurn hátt um að málið kæmi á dagskrá. Mér þykir það frekar ömurlegt. Eins og kollegi minn, hv. þm. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, var að segja þá erum við ekki einu sinni með dagskrá fyrir framan okkur. Það er bara vísað í málin, 3. mál, 4. mál, maður veit ekkert einu sinni hvað er verið að tala um. Ef talað væri við okkur í raun og eitthvert samráð og samvinna væri hér á þessum tímum væri þetta uppsteyt ekki í gangi núna. Hvað er svona erfitt við að eiga þetta samtal við okkur? Ég skil það ekki. Ég skil þetta ekki. Við erum að reyna að sinna okkar störfum. Hæstv. ríkisstjórn, þið verðið að tala við okkur. (Gripið fram í: Heyr, heyr.) Ég samþykki ekki að þetta mál fari á dagskrá.