150. löggjafarþing — 139. fundur,  4. sept. 2020.

efnahagsaðgerðir ríkisstjórnarinnar.

[11:05]
Horfa

Jón Steindór Valdimarsson (V):

Herra forseti. Ósamhverf og óskýr stefna. Hætta er á lausung í stjórn opinberra fjármála með nýrri fjármálastefnu ef hagvöxtur verður meiri en búist var við. Þetta eru ekki mín orð heldur fjármálaráðs. Það sem við erum að tala um er einfaldlega það að sjá þarf til þess að hægt sé að halda uppi umsvifum í samfélaginu þegar mest þarf á því að halda og það er á næstu örfáum mánuðum ef veðmál ríkisstjórnarinnar og spáaðila er rétt um að þetta verði stutt og snarpt.

Það læðist hins vegar að manni sá grunur að það gæti verið að ríkisstjórnin sé klók og hún sé þegar farin að undirbúa sig undir næstu kosningar og ætli þá að eiga í vasanum mál til þess að fjármagna kosningaloforð sem verða sett fram á næsta vetri.