150. löggjafarþing — 139. fundur,  4. sept. 2020.

afgreiðsla frumvarps um hlutdeildarlán.

[11:15]
Horfa

Logi Einarsson (Sf):

Herra forseti. Ég ætla ekki að blanda mér inn í efnismál þessa frumvarps enda finnst mér að þótt það skipti máli þá snúist málið ekki eingöngu um það. Hér er verið að sýna fullkominn dónaskap. Ég vona svo sannarlega að þetta hafi verið óvart vegna þess að ef ekki þá er þetta beinlínis óheiðarlegt. Við höfum gagnrýnt allt þetta kjörtímabil að þrátt fyrir að í stjórnarsáttmála sé loforð um aukið samráð við þingið þá hafi ríkisstjórnin ekki nefnt það, það er samráðsleysi. Hér er hins vegar verið að fara algjörlega nýjar leiðir í samskiptum við fólk, formann nefndarinnar, hv. þingmenn sem eru á álitinu.

Nú óska ég eftir því að forseti Alþingis, sem setið hefur hér í 37 ár, segi mér hvort það séu einhver fordæmi fyrir slíku. (Gripið fram í.)

(Forseti (SJS): Ætli það sé ekki rétt að láta þingmenn hafa orðið um sinn.)