137. löggjafarþing — 14. fundur,  4. júní 2009.

afskriftir af höfuðstóli lána íslenskra heimila og rekstrarfyrirtækja.

49. mál
[15:51]
Horfa

Höskuldur Þórhallsson (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Það verður að segja og hrósa hæstv. fjármálaráðherra að hann viðurkennir þó að heimilin eru í vanda og þarna erum við kannski komin að hinum djúpstæða vanda sem við horfum upp á í þinginu á degi hverjum að Vinstri grænir eru reiðubúnir að viðurkenna að heimilin eigi í vanda meðan Samfylkingin og hæstv. félags- og tryggingamálaráðherra heldur því bara blákalt fram að vandinn sé ekki til staðar. Ef þetta er staðan í ríkisstjórninni er engin furða að allt sé stopp í þjóðfélaginu. Ég vil sem sagt byrja á því að leiðrétta þennan djúpa misskilning þarna á milli.

Hæstv. fjármálaráðherra varð um tíðrætt um að við ættum að gera þetta á sem réttustum grunni. Að sjálfsögðu eigum við að gera það en hann gleymir því að við fórum í aðgerðir þegar neyðarlögin voru sett og ákváðum að koma til móts við þá ríku, ef við getum kallað það svo, sem áttu innlán í banka og við ætlum að greiða þeim 100% út úr bönkunum það sem þeir áttu, sem þeir áttu svo sannarlega ekki að fá ef allt hefði verið eðlilegt. Svo fórum við í 200 milljarða pakkann í peningamarkaðssjóðunum.

En ég vil spyrja (Forseti hringir.) — ég er löngu búinn með tímann — hvað á að gera gagnvart (Forseti hringir.) þeim sem fara í gjaldþrot?

(Forseti (SF): Forseti vill biðja hv. þingmann að virða ræðutímann.)