144. löggjafarþing — 14. fundur,  6. okt. 2014.

forgangsröðun í fjárlagafrumvarpinu.

[15:12]
Horfa

fjármála- og efnahagsráðherra (Bjarni Benediktsson) (S):

Herra forseti. Það er akkúrat mergurinn málsins, það er eitthvað að á framhaldsskólastiginu hjá okkur. Þess vegna er gripið hér til aðgerða til að draga úr brottnáminu, bregðast við því hversu langan tíma það tekur að meðaltali hjá framhaldsskólanemum að klára námið sitt og undirbúa sig fyrir háskólastigið. Það eru markvissar aðgerðir í menntamálaráðuneytinu til að taka á þessum vanda. Ég heyri ekki annað en að hv. þingmaður telji það fyllilega eðlilegt og sjálfsagt að þau sem hafa átt kost á framhaldsnámi en hafa ekki hafið það og eru búin að ná 25 ára aldri skrái sig í framhaldsskóla en fari ekki aðrar leiðir til að undirbúa sig fyrir frekara nám. Þar erum við bara ósammála. (Gripið fram í.) Ég tel miklu eðlilegra að við beitum öðrum úrræðum en framhaldsskólastiginu til að klára menntun fyrir þá sem ekki hafa lokið stúdentsprófi en hafa náð 25 ára aldri.

Í tengslum við verknámið aftur, það er ekki verið að þrengja verknámið. Síðasta verk ríkisstjórnarinnar í verknámsmálum var að klára verknámsbrautina á Suðurlandinu.