149. löggjafarþing — 14. fundur,  9. okt. 2018.

fiskeldi.

189. mál
[15:16]
Horfa

Oddný G. Harðardóttir (Sf) (um fundarstjórn):

Herra forseti. Ég óska eftir því að hæstv. umhverfisráðherra verði viðstaddur þessa umræðu og komi hingað og svari þingmönnum ef spurningar varða umhverfisþáttinn. Það er greinilegt að málið sem við erum að fjalla um heyrir undir tvö ráðuneyti. Ég fer fram á að hæstv. umhverfisráðherra verði viðstaddur þessa umræðu.

Eins og við heyrðum í andsvörum áðan eru hér álitamál uppi. Við þurfum að fá hæstv. umhverfisráðherra með í þessa umræðu.