150. löggjafarþing — 14. fundur,  9. okt. 2019.

afbrigði.

[16:26]
Horfa

Þórhildur Sunna Ævarsdóttir (P):

Virðulegur forseti. Þingflokkur Pírata greiðir atkvæði gegn þessari flýtimeðferð á máli sem hefur skerðandi áhrif á borgararéttindi sem varin eru í stjórnarskrá Íslands þar sem ekki hefur verið gefinn neinn umsagnarfrestur. Málið hefur ekki notið nokkurs samráðs við hlutaðeigandi, og hlutaðeigandi félög sem njóta félagafrelsis hafa ekki einu sinni verið látin vita af því að um þau eigi þessi lög að taka gildi í dag.

Af því leiðir að þingflokkur Pírata greiðir atkvæði gegn því að réttindi borgaranna séu sett í jafn mikinn ruslflokk og meðferð þessa máls ber vitni um.