151. löggjafarþing — 14. fundur,  22. okt. 2020.

kolefnisgjald.

[10:50]
Horfa

umhverfis- og auðlindaráðherra (Guðmundur Ingi Guðbrandsson):

Hæstv. forseti. Það sem þessi skýrsla sýnir er einfaldlega það að kolefnisgjald, farið er í gegnum það í skýrslunni, er viðurkennd leið til að reyna að hafa áhrif á hegðun fólks til að fólk dragi úr notkun sinni á eldsneyti sem hefur í för með sér mengun sem veldur loftslagsbreytingum. Það er mergurinn málsins. Einnig kemur fram í skýrslunni að það þyrfti í rauninni að hækka kolefnisgjaldið til að þetta gæti gengið enn þá betur. Og þá geta stjórnvöld haft leiðir til þess að jafna þann mun sem mögulega getur komið fram í slíkri skattlagningu á mismunandi tekjuháa hópa í samfélaginu og það er verkefnið.