151. löggjafarþing — 14. fundur,  22. okt. 2020.

greiðara aðgengi að meðferðarúrræðum á sjúkrahúsinu Vogi.

50. mál
[16:30]
Horfa

Helgi Hrafn Gunnarsson (P) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég tek undir með hv. þingmanni og óska þeim til hamingju sem tekst að bæta líf sitt verulega með þeim hætti að losa sig við það úr lífi sínu sem skemmir fyrir, hvort sem það er áfengi eða eitthvað annað. Auðvitað eru vímuefni þess eðlis að þau geta skemmt svo svakalega mikið frá sér að þau hafa í raun og veru ákveðinn sess í samfélaginu sem sérstakt vandamál. Ég hef í raun og veru ekki miklu við seinna andsvar hv. þingmanns að bæta nema þá bara að árétta að þetta er ekki eina leiðin. Það er frábært að hún virki fyrir þau sem hún virkar. En það er margt fólk sem þarf aðrar leiðir. Að því sögðu hugðist ég koma hingað upp aðallega af kurteisis sökum. Ég hef ekki heldur meiru við umræðuna að bæta að svo stöddu en þakka hv. þingmanni fyrir samtalið. (SPJ: Sömuleiðis.)