131. löggjafarþing — 14. fundur,  21. okt. 2004.

Tilkynning um dagskrá.

[10:34]

Forseti (Birgir Ármannsson):

Forseti vill láta þess getið að tvær utandagskrárumræður eru fyrirhugaðar í dag. Hin fyrri hefst nú á eftir, áður en gengið verður til dagskrár, og er um uppkaup á bújörðum og samþjöppun framleiðsluréttar. Málshefjandi er hv. þm. Jón Bjarnason. Hæstv. landbúnaðarráðherra, Guðni Ágústsson, verður til andsvara.

Hin síðari hefst um kl. 1.30 í dag, að loknu hádegishléi, og er um áfengisauglýsingar. Málshefjandi er hv. þm. Mörður Árnason. Hæstv. heilbrigðisráðherra, Jón Kristjánsson, verður til andsvara.

Umræðurnar fara fram samkvæmt 1. mgr. 50. gr. þingskapa og standa í hálfa klukkustund hvor.