131. löggjafarþing — 14. fundur,  21. okt. 2004.

Byggðaáætlun fyrir árin 2002–2005.

216. mál
[16:33]

Sigurjón Þórðarson (Fl) (andsvar):

Herra forseti. Ég ætla að spyrja hæstv. ráðherra út í þá sem verst eru staddir í fjarskiptamálunum, þau lögbýli sem eiga ekki kost á ISDN-tengingum. Í skýrslunni kemur fram að þetta séu 65–70 býli á landinu. Ég veit að ýmsir hafa beðið í sjö ár eftir svari. Nýlega fékkst svar um að þessi 65–70 býli, eins og stendur á blaðsíðu 11, sem ekki eiga möguleika á ISDN-tengingu, a.m.k. nokkur þeirra, yrðu ekki tengd.

Það væri fróðlegt að fá að heyra stefnu hæstv. ráðherra hvað þessa staði varðar.