150. löggjafarþing — 14. fundur,  9. okt. 2019.

meðferð sakamála.

170. mál
[17:32]
Horfa

Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir (Vg) (um atkvæðagreiðslu):

Herra forseti. Það er alveg hárrétt sem hér hefur komið fram, það er ekki gott, ekki núna, áður eða seinna, ef við stöndum frammi fyrir því að þurfa að afgreiða mál á slíkri hraðferð sem hér þarf að gera. Því miður erum við bara stödd í þeim veruleika að þetta mál þarf að afgreiðast fyrir hádegi á morgun og lítill tími hefur gefist til að ígrunda það eins og við myndum gjarnan vilja gera við öll mál. Ég tel þó að sú vinna sem farið hefur fram í nefndunum gefi ekki tilefni til að efast um að málin séu bæði í lagi.

Þess vegna styður Vinstrihreyfingin – grænt framboð bæði þau mál sem hér verða tekin til afgreiðslu.