151. löggjafarþing — 14. fundur,  22. okt. 2020.

tekjustofnar sveitarfélaga.

[10:57]
Horfa

samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra (Sigurður Ingi Jóhannsson) (F):

Virðulegur forseti. Hvernig fór fyrri umræða þessa andsvars við óundirbúnum fyrirspurnum fram? Ég hvatti hv. þingmann til að fara í málefnalega umræðu. Hann kemur hér með niðurskrifaðar á blað, sem hann hefur væntanlega setið yfir í gærkvöldi, allar þær dylgjur (Gripið fram í.) sem hann ætlaði að vera með (Gripið fram í.) hér (BLG: Þetta eru athugasemdir við svarið sem þú varst með.) (Forseti hringir.) og hafa ekkert með það að gera (Gripið fram í.) sem ég var að hvetja til. Hann heldur sig bara við upptalningu á einhverri þvælu. Ég skal standa hér í pontu og taka sérstaka umræðu við hv. þingmann, vilji hann það, (Gripið fram í.) um stöðu sveitarfélaganna, um alla þá hluti sem hér eru. Ég er til í þá málefnalegu umræðu (Gripið fram í: … samningur milli sveitarfélaganna og ríkisins.) Og svo er nýbúið að ganga frá yfirlýsingu og samkomulagi við sveitarfélögin, annars vegar um opinber fjármál og yfirlýsingu þar að lútandi um stuðning að umfangi upp á eina 5 milljarða. Ef við metum þær aðgerðir sem hingað til hefur verið farið í eru þær sennilega nær 15 milljörðum. Ég er til í þá umræðu, hv. þingmaður, þó að mér sýnist, þegar ég sé undir iljarnar á þingmanninum, að hann sé það ekki.