154. löggjafarþing — 14. fundur,  12. okt. 2023.

Fátækt og samfélagslegur kostnaður, munnleg skýrsla forsætisráðherra.

[13:00]
Horfa

Halldóra Mogensen (P) (andsvar):

Forseti. Ein mínúta er náttúrlega ekkert rosalega langur tími til að eiga djúpt samtal en ég spyr bara út í fátækt almennt: Telur hæstv. forsætisráðherra að það sé raunverulega hægt að uppræta fátækt? Er það raunhæft? Getum við gert það? Ég veit hvað mér finnst um það en mér þætti áhugavert að vita, út af því ég veit að hæstv. ráðherra talar rosalega mikið um að draga úr fátækt og auðvitað er það gríðarlega mikilvægt, getum við upprætt fátækt? Er það bara orðið náttúrulögmál í samfélaginu að það verði alltaf einhverjir sem verða undir og verða fátækir? Er það orðinn einhver raunveruleiki sem við erum bara farin að sætta okkur við, eða er raunverulega verið að horfa til þess að uppræta fátækt og ef svo er, hvernig sér hæstv. forsætisráðherra þetta fyrir sér? Ég veit það er erfitt að svara á einni mínútu en hins vegar er þetta áhugavert samtal, hvort þetta sé hægt eða ekki.