139. löggjafarþing — 140. fundur,  3. júní 2011.

stjórn fiskveiða.

827. mál
[11:09]
Horfa

sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra (Jón Bjarnason) (Vg) (andsvar):

Herra forseti. Skatan er ágætur fiskur og mjög dýrmætur. Þess vegna er allt í lagi að líkja frumvarpinu við þann fína fisk. En varðandi það sem hv. þingmaður vék að, áhrif á sjávarútveginn, hefur frumvarpið auðvitað áhrif en meðan nægur fiskur er í sjónum og markaður fyrir hann og við getum veitt er þar auðlind. Við erum að ræða hver fari með ótvíræðan eignar- og ráðstöfunarrétt auðlindarinnar. Á því tekur þetta frumvarp fyrst og fremst.

Varðandi hagfræðilega úttekt er hárrétt að sá hópur er að störfum. Ég taldi eðlilegt og nauðsynlegt að sú úttekt færi fram. Hún kemur þá inn í vinnu um meðferð frumvarpsins. (Forseti hringir.) Áherslur á meginmarkmið frumvarpsins og megingreinar standa í sjálfu sér óbreyttar (Forseti hringir.) hvað sem gerist því að þar liggur megintilgangurinn.