150. löggjafarþing — 140. fundur,  4. sept. 2020.

fjáraukalög 2020.

969. mál
[15:03]
Horfa

Guðmundur Ingi Kristinsson (Flf) (andsvar):

Virðulegur forseti. Mig langar að spyrja hv. þingmann, framsögumann meiri hlutans. Í nefndaráliti meiri hluta stendur að lántaka sé eingöngu heimilt að nýta lán með ríkisábyrgð til að standa skil á almennum rekstrarkostnaði sem tengist flugrekstri til og frá landinu. Þetta er auðvitað voða flott en hvernig í ósköpunum á að fylgjast með þessu? Hver á að vera með nefið ofan í þessu? Ríkisendurskoðandi? Hvernig í ósköpunum á að tryggja að þetta standist? Við urðum vitni að því hér í þinginu hvernig velferðarnefnd var hunsuð og hægt var að fara á bak við hana. Hvernig í ósköpunum ætlið þið að tryggja og fylgjast með þessu? Þetta er bara fyrirtæki úti í bæ. Verður ríkisstarfsmaður með bókhaldið? Hvernig í ósköpunum ætlið þið að tryggja að þetta standist?