139. löggjafarþing — 140. fundur,  3. júní 2011.

framkvæmd launastefnu hjá stjórnsýslunni.

[13:42]
Horfa

Höskuldur Þórhallsson (F):

Virðulegi forseti. Ég þakka hæstv. forsætisráðherra svarið en verð samt að viðurkenna að það að forsætisráðherra komi af fjöllum um framkvæmd eigin tilmæla innan ráðuneyta sem hún hefur fullkomna stjórn á er ansi bagalegt, ef ekki bara til skammar.

Við horfum upp á það að ríkisstarfsmenn á sjúkrahúsum víðs vegar um landið hafa þurft að taka á sig skerðingar og fjölda fólks hefur verið sagt upp, þar á meðal konum í heilbrigðisstétt. Ríkisendurskoðun hefur einnig bent á að til þess að fjármagna starfsemi í ráðuneytunum taka þau kostnað af safnliðum sem ætti annars að fara til verkefna úti um allt land til að bæta sér upp það sem þeir fá ekki í staðinn fyrir að færa kostnaðinn á aðalskrifstofu.

Ég fagna því að forsætisráðherra ætli að taka til hendinni (Forseti hringir.) í þessu máli núna en lýsi yfir vonbrigðum með að hún skuli ekki hafa verið betur upplýst um þetta alvarlega mál.