150. löggjafarþing — 140. fundur,  4. sept. 2020.

fjáraukalög 2020.

969. mál
[15:02]
Horfa

Frsm. meiri hluta fjárln. (Steinunn Þóra Árnadóttir) (Vg) (andsvar):

Frú forseti. Icelandair er hlutafélag sem er á opnum markaði og er skráð í Kauphöll Íslands. Ég held að það sé mjög mikilvægt til að veita gagnsæi. Ég er sammála hv. þingmanni í því að auðvitað eiga fyrirtæki að borga sína skatta og skyldur til samfélaga og ég er baráttumaður eins og hv. þingmaður varðandi það að þannig sé almannahagsmunum best borgið. En ég tel að við þurfum að gera það með öðrum leiðum en með skilmálum með ríkisábyrgð til Icelandair í þessu tiltekna máli. Þetta er risastórt mál sem vinna þarf að á heimsvísu almennt séð, ekki með slíkum skilmálum við fyrirtæki sem er í Kauphöll Íslands.