138. löggjafarþing — 142. fundur,  15. júní 2010.

fjölgun dómsmála.

[10:36]
Horfa

dómsmála- og mannréttindaráðherra (Ragna Árnadóttir):

Virðulegi forseti. Ég lít þannig á málið að ég sem dómsmálaráðherra geti ekki annað en skoðað þetta mál af fyllstu alvöru og verð því að byggja tillögur á því að hafa kerfið þannig að það geti sinnt auknum málafjölda. Ég ætla að geta þess að ríkisstjórnin hefur þegar samþykkt að fela þremur ráðuneytisstjórum að meta fjárþörfina hvað varðar styrkingu dómskerfisins. Ég hefði kannski talið rétt, í tilefni af orðum hv. þingmanns, að ráðuneytið gerði allsherjarnefnd grein fyrir stöðu mála, jafnvel í ágústmánuði eða svo, þannig að þinginu gæfist kostur í tíma til að átta sig á stöðu mála og einnig til þess að þingmenn viti þá það sem starfsmenn ráðuneytisins vita.