138. löggjafarþing — 142. fundur,  15. júní 2010.

samgönguáætlun fyrir árin 2009--2012.

582. mál
[13:32]
Horfa

Ragnheiður E. Árnadóttir (S) (um fundarstjórn):

Virðulegur forseti. Ég vil taka undir með hv. þm. Óla Birni Kárasyni og óska eftir því við hæstv. forseta og fer fram á það að utanríkismálanefnd verði kölluð saman og að hæstv. utanríkisráðherra og hæstv. fjármálaráðherra verði fengnir til að greina frá því hvað þarna er á ferð.

Það er háalvarlegt mál ef svo er að eftir tvo daga verði samþykkt aðildarumsókn Íslands að Evrópusambandinu með þeim skilyrðum sem hv. þm. Óli Björn Kárason nefndi. Ef satt reynist er það algjörlega ljóst að ríkisstjórn Íslands hefur ekki haft neitt umboð til að semja um slíkt við Breta og Hollendinga, hvað þá með einhverjum samningum þar að lútandi við Evrópusambandið. Ég óska því eftir, frú forseti, að utanríkismálanefnd verði kölluð saman, ráðherrarnir tveir kallaðir fyrir nefndina og við fáum skýringar á þessu.