139. löggjafarþing — 143. fundur,  7. júní 2011.

Landsbókasafn -- Háskólabókasafn.

760. mál
[11:30]
Horfa

Skúli Helgason (Sf) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Við ræðum frumvarp til laga um Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn. Þetta eru mikilvægar breytingar á lögum um þetta safn þar sem fest er í sessi að umrætt safn sé þjóðbókasafn fyrir alla Íslendinga og allt háskólasamfélagið, ekki einungis Háskóla Íslands.

Eins og fram kom í máli hv. þm. Eyglóar Harðardóttur fengum við ábendingu frá einum starfsmanni safnsins um að rétt væri að taka sérstaklega aftur umræðu um stöðu stjórnarinnar. Við munum að sjálfsögðu verða við þeirri ósk þingmannsins í nefndinni, en það er rétt að árétta að hér er verið að samræma þessi lög þeirri þróun sem verið hefur í stjórnkerfinu undanfarinn áratug. Við sáum þess merki í lögum um Stofnun Árna Magnússonar og ýmsar aðrar menningarstofnanir, bæði í lögum sem hafa verið samþykkt á þinginu og lagafrumvörpum sem nú er unnið að í ráðuneytinu.

Ég tel að hér sé mjög eðlileg skipan mála en við munum að sjálfsögðu fara yfir þetta mál í nefndinni.