139. löggjafarþing — 143. fundur,  7. júní 2011.

gjaldeyrismál og tollalög.

788. mál
[17:57]
Horfa

Frsm. 1. minni hluta efh.- og skattn. (Lilja Mósesdóttir) (U) (andsvar):

Frú forseti. Ég tek undir með hv. þingmanni um að einkennilegt sé að í þingsal sitji ekki fulltrúar stjórnarflokkanna. Þeir hafa kannski haldið að við mundum fyrst og fremst ræða lögfestingu gjaldeyrishaftanna en ekki ýmsar leiðir við að afnema gjaldeyrishöftin, sem er miklu frjórri umræða.

Frú forseti. Ég hefði viljað heyra álit þingmanna þingflokks Vinstri grænna og þingflokks Samfylkingarinnar á þessum þremur leiðum sem við höfum verið að ræða, uppboðsmarkaðsleiðinni, skattlagningarleiðinni og skuldabréfaleiðinni. (Gripið fram í.)