139. löggjafarþing — 143. fundur,  7. júní 2011.

gjaldeyrismál og tollalög.

788. mál
[23:21]
Horfa

Frsm. 3. minni hluta efh.- og skattn. (Tryggvi Þór Herbertsson) (S) (um fundarstjórn):

Virðulegi forseti. Hér fer fram mjög merk umræða og ég tel að það færi mjög vel á því að hæstv. forsætisráðherra og hæstv. fjármálaráðherra væru hér í salnum og hlustuðu á umræðuna. Hér hefur verið lýst mjög skaðlegum afleiðingum ef það frumvarp sem hér er til umræðu verður að lögum. Það hefur verið sagt frá því í ljósi reynslu annarra þjóða. Svo alvarlegt er þetta mál að í nefndaráliti minni hlutans er sagt að þetta geti verið ein versta efnahagslega aðgerð sem gerð hefur verið á Íslandi um langa hríð (Gripið fram í: Fyrir utan …) og þá er nú langt til jafnað. Ég mælist til þess að forseti hafi samband við hæstv. forsætisráðherra og (Forseti hringir.) hæstv. fjármálaráðherra og geri hlé á fundinum meðan þau tygja sig á staðinn.