139. löggjafarþing — 143. fundur,  7. júní 2011.

gjaldeyrismál og tollalög.

788. mál
[23:28]
Horfa

Pétur H. Blöndal (S) (um fundarstjórn):

Frú forseti. Í huga mér enduróma einhver gömul orð um það frá hæstv. forseta Alþingis, Ástu Ragnheiði Jóhannesdóttur, að hún ætlaði að stefna að því að gera Alþingi að fjölskylduvænum (Gripið fram í: Brandari.) vinnustað. (Gripið fram í: Byrjar nú þetta enn einu sinni.) [Hlátur í þingsal.] Það er sem sagt orðið dálítið vandræðalegt, frú forseti, að tala um þetta og ég legg til að stjórnlagaráð, sem er að fjalla um breytingar á stjórnarskránni, setji inn í stjórnarskrána að það sé bannað að sitja á Alþingi nema maður eigi engin börn.