139. löggjafarþing — 143. fundur,  7. júní 2011.

gjaldeyrismál og tollalög.

788. mál
[23:32]
Horfa

Forseti (Þuríður Backman):

Forseti hefur hlustað á athugasemdir og ábendingar hv. þingflokksformanns Sjálfstæðisflokksins og þar sem þó nokkrar umræður hafa orðið um fundarstjórn forseta og tímasetningar tel ég rétt að hv. þm. Ragnheiður Ríkharðsdóttir fái að geyma ræðu sína þar til málið verður tekið aftur á dagskrá. Umræðu er þá frestað.