138. löggjafarþing — 144. fundur,  16. júní 2010.

erfðabreyttar lífverur.

516. mál
[17:13]
Horfa

Birgir Ármannsson (S) (um atkvæðagreiðslu):

Hæstv. forseti. Í þessu máli er verið að innleiða tilskipun Evrópusambandsins um erfðabreyttar lífverur. Ýmislegt í þessu er þannig að ekki er ástæða til að amast við því. Hins vegar er málið í þeim búningi sem það birtist okkur hér í þinginu ekki ásættanlegt og minni hluti umhverfisnefndar lagðist gegn því að málið væri afgreitt úr nefnd á þeirri forsendu að það krefðist mun betri athugunar áður en það væri klárað. Því munum við þingmenn Sjálfstæðisflokksins segja nei við þessa atkvæðagreiðslu.