139. löggjafarþing — 144. fundur,  8. júní 2011.

afgreiðsla frumvarps um stjórn fiskveiða.

[13:16]
Horfa

Guðlaugur Þór Þórðarson (S):

Virðulegi forseti. Ég held að ekki sé hægt að hafa vinnubrögðin óvandaðri. Ég vek athygli á því að einn sá sem sýnir mestu hollustu við slæman málstað, einn af hv. þingmönnum stjórnarliðsins (Gripið fram í: Það er Einar K.) hefur, sem er nú ekki … (Gripið fram í.) Þetta er svo slæmur málstaður, virðulegi forseti, að hæstv. utanríkisráðherra er að fara á taugum. (Gripið fram í.) Það er bara spurning hvað hægt er að gera í því, virðulegi forseti. (Gripið fram í.)

En hv. þingmaður stjórnarliðsins hefur lýst því yfir að ekki hafi verið farið efnislega yfir málið, ekki efnislega. Ég er ekki að vitna í stjórnarandstöðuna, ég er að vitna í sjálfan hv. þm. Björn Val Gíslason sem hefur nær aldrei brugðist röngum málstað stjórnarinnar. Og hann kemur hér (Forseti hringir.) og lýsir þessu yfir. Ég er forvitinn að heyra hæstv. forsætisráðherra lýsa því hvað henni finnist um þau (Forseti hringir.) vinnubrögð. Hæstv. forsætisráðherra getur ekki samþykkt þetta, (Gripið fram í.) það er fullkomlega útilokað.